top of page

UMHVERFISÁHRIF

 

Vatnsaflsvirkjanir geta haft neikvæð áhrif á göngu fiskistofna. Mikið land fer undir uppistöðulón þegar vatnsaflsvirkjanir eru gerðar og getur það raskað heimkynnum dýra og vistkerfunum á þeim stað. Vatnsaflsvirkjanir eru aðallega byggðar til þess að að nýta rafmagnið til stóriðju en 80% rafmagnsnotkunar fer til stóriðju. Vatnsaflsvirkjanir gefa frá sér minn af gróðurhúsalofttegundum heldur en til dæmis olíu-, gas- og kolavirkjunum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vatnsaflsvirkjanir hafa einnig sjónræn áhrif. Til dæmis eru sjónræn áhrif af Kárahnjúkavirkjun: mannvirki; einkum stíflur, vegir og skurðir, haugsvæði og efnisnámur, miðlunarlón sem skapa nýtt og breytt landslag, breytilegt fjöruborð lóna, einkum Hálslóns, sem veldur fokhættu úr strandsvæðum og getur birgt sýn til landsins, minna og tærara vatn neðan stíflumannvirkja að stöðvarhúsi, sem kemur fram í skertu rennsli fossa og minni dyn í gljúfrum, dekkra vatn neðan stöðvarhúss vegna aukins magns uppleystra efna, breytingar á rennsli jökulánna í byggð, ýmist til aukins eða minna vatns, aurar Jökulsár á Dal gróa upp þar sem áin fær afmarkaðan farveg, neikvæð hughrif vegna skerðingar á víðernum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íslendingar nýta jarðvarmavirkjanir hraðar en þær endurnýja sig.

Affallsvatnið úr jarðvarmavirkjunum er mengað. Brennisteinsvetni berst frá jarðvarmavirkjunum með loftinu og getur haft áhrif á fólk með öndunarfærasjúkdóma og getur verið krabbameinsvaldandi. Einnig getur það flýtt fyrir ryðgun húsþaka og sortnun silfurs.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrsta eiginlega vatnsaflsvirkjunin var byggð 1879 við Niagara-fossa í Bandaríkjunum, hún var við sitt besta í upphafi fimmta áratugarins og framleiddi 33% af orkunotkun landsins. Eftir það var vatnsafl slegið út af ódýrari orkuverum sem voru knúin af jarðefnaeldsneyti.

Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að við stöndum frammi fyrir loftslagsvandamálum í dag.

 

 

bottom of page