top of page

SJÁVARFALLAVIRKJANIR

Það eru fyrst og fremst tvær tegundir af sjávarfallavirkjunum notaðar. Virkjun sem nýtir straumhraða sjávar og virkjun sem nýtir fallhæð sjávarins. Verið er að gera tilraunir með margar gerðir straumvirkjana en algengastar eru vélar sem líkjast vindmyllum. Þéttleiki sjávar er gróflega 800 sinnum meiri en lofts og þar af leiðandi eru spaðarnir miklu styttri þar. Spaðarnir snúast þegar sjórinn streymir fram hjá og þeir knýja hverfil sem knýr rafala sem framleiðir rafmagn. Framleiðslan fer eftir sjávarföllunum og stöðvast á fallaskiptum þar til straumurinn hefur náð nægjanlegum hraða aftur. Yfirleitt þurfa sjávarmyllurnar straumhraða upp á 1 metra á sekúndu til að hefja framleiðslu. Ákjósanlegur straumhraði er talinn vera á milli 1 til 4 metrar á sekúndu.

bottom of page